Breyting á verslun

Ágætu viðskiptavinir.

Frá 7. desember 1968 hefur Póllinn rekið sérverslun með alls konar heimilis raftæki eða fram til ársins 2001 þegar ákveðið var að sameina rafmagnslager við lítið brot af fyrri verslunarrekstri. Nú erum við í þeirri stöðu að finna ekki starfskraft til að taka við starfi í verslun og lager. Staða sem við áttum ekki endilega von á og þykir miður.

Í þessu ljósi höfum við ákveðið að breyta verslun/lager okkar í það sem kalla má rafmagnslager, sem er í eðli sínu ekki neytendavara heldur birgðahald fyrir fagmenn og verkkaupa raflagna. Þetta þýðir að ekki verður stöðug viðvera starfsmanns heldur verður þessu sinnt að mestu af skrifstofu og öðrum starfsmönnum sem tilfallandi eru staddir í húsi. Þessar breytingar taka gildi núna 1. desember 2024 og lýkur þá 56 ára samfelldri verslunarsögu okkar með heimilis raftæki fyrir neytendamarkað.

Þessu fylgir að þjónusta við Vodafone mun einnig hætta hjá okkur. Ekki hefur enn verið gefið út hvernin þeirri þjónustu verður háttað eftir 1 desember. Til að byrja með er viðskiptavinum Vodafone bent á að hringja í 1414 þjónustuborð þeirra. Þar til þessi þjónusta kemst í fast form munum við afhenda búnað og símakort samkvæmt þeirra beiðni.

Eftir sem áður mun aðal starfsemi Pólsins vera óbreytt sem er rafþjónusta og rafverktaka. Hjá Pólnum starfa í dag 10 manns og frekari breytingar ekki fyrirhugaðar.

Ísafirði 20.11.2024
Sævar Óskarsson, framkv.st.