Ótrúleg ending heimilistækja

Timi til að endurnýja frystikistuna.
Það gerist ekki oft að heimilistæki endist hálfan mannsaldur, þó eru dæmi um það enn.  Sóma konan Jenný Breiðfjörð kom í verslun okkar ekki fyrir löngu að leita sér að nýrri frystikistu, sagði gömlu þó ekki vera bilaða enn – þó aðeins væri farið að sjá á henni.   Þegar aldur kistunar var sagður trúðum við því vart þannig að Jenný framvísaði ábyrgðarskýrteini nr. 990 því til staðfestingar, undirritað af fyrsta verslunarstjóra Pólsins Kristjáni Daníelssyni.  Frystikistan er því keypt á þriðja starfsári verslunarinnar.   Þökkum við Jenný Breiðfjörð kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg í verslunarsögu okkar, og stærum við okkur nú af því að selja einungis gæðavörur sem endast.

 

Það eru þó tvær hliðar á hverju máli og hverri mynt eins og dæmin sanna.   

 

Kaupi aldrei af þér sjónvarp aftur.
Ágætur skipstjóri hér í bæ Heimir Tryggvason á Páli Pálssyni kom í verslun okkar þegar haldin var mikil sýning á þá nýjum sjónvarpstækjum, meðal annars 33 tommu „risa“ túbusjónvarpi sem fékk gríðarlega athygli og seldist vel.    Skipstjórinn hafði staðið lengi og dáðst að tækinu þegar núverandi framkvæmdastjóri kom og heilsaði, hann snéri sér snökkt að mér og sagði – ég kaupi ALDREI aftur af þér sjónvarpstæki !    Hvumsa var spurt af hverju ekki ?   Þau bila EKKI !   -  konan leyfir mér ekki að kaupa nýtt fyrr en það gamla er bilað..